Það bera sig allir vel kom til hans á COVID-svæðinu

Mynd: Matthías Már Magnússon / .

Það bera sig allir vel kom til hans á COVID-svæðinu

10.07.2020 - 13:37

Höfundar

„Ég gleymi honum yfirleitt og hef aldrei haldið upp á það þannig lagað, en konan mín hefur gert það tvisvar sörpræs,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson sem á 62 ára afmæli í dag og kemur fram á Tónaflóðstónleikum í félagsheimilinu í Bolungarvík í kvöld.

Helgi segist ómögulega geta munað hvenær hann spilaði fyrst í Einarshúsi en telur víst að það hafi verið einhvern tímann á níunda áratugnum með Grafík. „Ég byrja með þeim sumarið '83 og þá stoppuðum við í hverju einasta plássi á Vestfjörðum, spiluðum allar helgar, föstudaga og laugardaga út í eitt.“ Helsti smellur COVID-faraldursins og sumarsins í kjölfarið er auðvitað Það bera sig allir vel. „Ég held ég hafi verið að horfa á fótboltaleik þar sem Manchester United var að tapa á móti einhverjum, og þá kom þetta upp í hugann.“

Hann segist hafa samið lagið aðeins fyrir áramót. „Það var búin að vera svo leiðindatíð. Það er síðan skondið að segja frá því, ég er á skíðum á COVID-svæðinu í Norður-Ítalíu í janúar, þá var þetta ekkert komið í gang, við kannski rétt sluppum við þetta. Þá heyri ég þessa sögu sem Jón Gnarr hafði sagt af einhverjum vini sem hafði lent í veseni, og var alltaf með þetta á reiðum höndum, „Það bera sig allir vel.“ Þetta var skemmtisaga á hlaðvarpi og við hlógum eins og vitleysingar. Það var búið að dynja svo á okkur allar lægðirnar heima, sálardrepandi ástand, og þetta kom svona heim og saman þarna.“

Tónaflóð um landið verður í félagsheimilinu í Bolungarvík í kvöld og bein útsending hefst á RÚV 19.40. Þar leikur hljómsveitin Albatross og auk Helga Björns koma Mugison og Katla Vigdís Vernharðsdóttir fram.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Erfiðast að takast á við hlutverk Helga fokking Björns

Menningarefni

Nýi borgarlistamaðurinn: „Við erum öll sexí“

Tónlist

Hræðilegt að vera par í leiklistarskólanum

Tónlist

Helgi Björnsson sextugur