Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Það bera sig allir vel á Tónaflóði í Bolungarvík

Það bera sig allir vel á Tónaflóði í Bolungarvík

10.07.2020 - 19:30

Höfundar

Tónaflóð RÚV og Rásar 2 um landið heldur áfram í kvöld í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Það er hljómsveitin Albatross, með Elísabetu Ormslev og Sverri Bergmann, sem ferðast um landið í sumar og leikur tónlist hvers landshluta fyrir sig.

Síðasta föstudag var sent út frá Reykjanesbæ en nú er hljómsveitin komin í Bolungarvík þar sem hún mun spila í félagsheimili bæjarins. Nóg verður af góðum gestum, Mugison og Katla Vigdís Vernharðsdóttir munu taka lagið með Albatross og svo verður afmælisbarnið sjálft, Helgi Björnsson, að sjálfsögðu á staðnum. 

Tónleikarnir eru í beinni á RÚV og Rás 2 en útsendinguna má einnig horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hér má nálgast söngbók þar sem texti með öllum lögum kvöldsins er aðgengilegur. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Það bera sig allir vel kom til hans á COVID-svæðinu