Ríkið greiðir Icelandair rúmar 214 milljónir

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Sigurðsson - RÚV
Ríkið hefur greitt Icelandair tvö hundruð og fjórtán milljónir króna vegna samninga um lágmarksflugferðir til Boston, Lundúna og Stokkhólms. Þetta kemur fram í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Ríkið samdi í mars við flugfélagið um að halda uppi lágmarksflugsamgöngu við útlönd í kórónuveirufaraldrinum. 

 

 

Fyrsti samningurinn gilti frá 27. mars til 15. apríl, þá tók við annar mánaðarlangur samningur og loks sá þriðji sem gildi til júníloka. Þeim samningi var unnt að framlengja fyrst fram í ágúst og svo fram í miðjan semptember. Fram til 15. júní gilti samningurinn um Boston, Lundúnir og Stokkhólm en eftir 15. júní gilti samningurinn um Boston og Lundúnir. Frá 28. júní gilti samningurinn einungis um Boston. 

Lokauppgjör vegna samningsins sem gilti

  • frá 27. mars til 15. apríl 2020 var að upphæð 59.398.778 kr. (ásamt viðauka um flug til Alicante 8. apríl sl.).
  • Frá 16. apríl til 16. maí 2020 var heildarkostnaður 70.970.873 kr.
  • Frá 17. maí til 30. maí 2020 var heildarkostnaður 38.235.521 kr.
  • Frá 31. maí til 13. júní 2020 var heildarkostnaður 45.737.431 kr.
  • Alls hafa verið greiddar 214.342.603 kr. til Icelandair Group hf. vegna samninganna.

Ekki liggur fyrir heildarkostnaður vegna flugferða til Boston þar sem tekjur af þeim koma til lækkunar á framlagi ríkisins, segir í svari ráðuneytisins. 

 

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi