Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Mjótt á munum í Póllandi

10.07.2020 - 11:56
Erlent · Pólland · Evrópa
Campaign posters for two contenders in Poland's key presidential election runoff Sunday, incumbent conservative president, Andrzej Duda, who is seeking reelection, and his liberal rival, Warsaw mayor, Rafal Trzaskowski, are pictured in Raciaz, Poland, on Thursday, July 9, 2020. Trzaskowski's win would break the ruling right-wing party's control of Poland's politics.(AP Photo/Czarek Sokolowski)
 Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Mjótt verður á munum í forsetakosningunum í Póllandi á sunnudag ef marka má kannanir og stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um niðurstöðu þeirra.

Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hefur sótt í sig veðrið að undanförnu, en nýjum könnunum um fylgi frambjóðenda ber ekki saman.

Í tveimur þeirra er Trzaskowski með nauma forystu, en munurinn þó ekki marktækur, innan við prósentustig, og 7-10 prósent kváðust ekki hafa gert upp hug sinn.

Í þriðju könnuninni var munurinn heldur meiri, Andrzej Duda, sitjandi forseta, í vil, og færri óákveðnir eða þrjú prósent.