Mjótt verður á munum í forsetakosningunum í Póllandi á sunnudag ef marka má kannanir og stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um niðurstöðu þeirra.
Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hefur sótt í sig veðrið að undanförnu, en nýjum könnunum um fylgi frambjóðenda ber ekki saman.
Í tveimur þeirra er Trzaskowski með nauma forystu, en munurinn þó ekki marktækur, innan við prósentustig, og 7-10 prósent kváðust ekki hafa gert upp hug sinn.
Í þriðju könnuninni var munurinn heldur meiri, Andrzej Duda, sitjandi forseta, í vil, og færri óákveðnir eða þrjú prósent.