Menntamálaráðherra skipar nýtt þjóðleikhúsráð

Stóri salur þjóðleikhússins.
 Mynd: Þjóðleikhúsið

Menntamálaráðherra skipar nýtt þjóðleikhúsráð

10.07.2020 - 18:11

Höfundar

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð til næstu fimm ára. Ný lög um sviðslistir tóku gildi 1. júlí og því er skipað í ráðið að nýju í ár þrátt fyrir að sitjandi ráð hafi aðeins starfað í eitt ár.

Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, verður formaður ráðsins líkt og í fyrra. Ráðið skal nú skipað til fimm ára en ekki fjögurra og fimm menn skipa ráðið. 

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er framkvæmdastjóri og varaformaður ráðsins skipuð án tilnefningar. Hinir eru Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi ráðherra, og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, hönnuður, öll tilnefnd af Sviðslistasambandi Íslands.

Pétur Gunnarsson, rithöfundur, og Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands víkja úr ráðinu sem skipað var síðasta sumar, Sigmundur Örn Arngrímsson, leikari, gerist varamaður.

Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir og Magnús Árni Skúlason, skipuð án tilnefningar, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, María Ellingsen og Sigmundur, öll tilnefnd af Sviðslistasambandi Íslands.

Sviðslistasamband Íslands tilnefnir þrjá fulltrúa samkvæmt nýju lögunum en ráðherra skipar formann og varaformann.

Tengdar fréttir

Þjóðleikhúsráð búið að skila umsögn

Innlent

Nýtt þjóðleikhúsráð hefur störf á morgun

Innlent

Þjóðleikhúsráð segir af sér