Kvöldfréttir: Stefnir í átök innan lögreglunnar

10.07.2020 - 18:44
Það stefnir í átök milli ríkislögreglustjóra og yfirlögregluþjóna hjá embættinu vegna fyrirætlana Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur um að vinda ofan af launabreytingum sem gerðar voru í tíð forvera hennar. Málið gæti komið til kasta dómstóla. 

Íslendingar sem hafa sýkst af COVID-19 geta á næstunni framvísað vottorði til að sleppa við skimun og sóttkví við komuna til landsins. Breyttar reglur um sýnatöku taka gildi á mánudag. 

Fimmtíu ár eru í dag síðan forsætisráðherrahjónin og fjögurra ára dóttursonur þeirra létust í eldsvoða á Þingvöllum þegar ráðherrabústaðurinn brann til kaldra kola. Minningarathöfn var þar í dag og lagði forsætisráðherra blómsveig frá ríkisstjórninni. 

Allt að 1500 Íslendingar nýta ferðagjöf stjórnvalda á hverjum degi. 70 þúsund manns hafa sótt ferðagjafarappið og 20 þúsund hafa þegar nýtt gjöfina við kaup á þjónustu innanlands. 

Fólk flykktist í Breiðafjarðarferjuna Baldur í Stykkishólmshöfn í dag. Hann siglir nú aftur um fjörðinn samkvæmt áætlun eftir að hafa verið ógangfær í tólf daga vegna vélarbilunar.
 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi