
Samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum eignast kvenhamstrar nú mun færri afkvæmi en áður. Mestalla tuttugustu öldina eignuðust þeir að meðaltali tuttugu afkvæmi á ári, nú eignast þeir að meðaltali fimm eða sex á ári.
Hamstrar gætu dáið út á næstu þrjátíu árum og hlýnun jarðar, iðnaðarþróun og ljósmengun gætu haft áhrif á lífslíkur þeirra.
Þrjátíu og þremur tegundum lemúra hefur einnig verið bætt á rauðan lista yfir dýrategundir í bráðri útrýmingarhættu. Nú eru því 103 af 107 tegundum lemúra í útrýmingarhættu.
- Sjá einnig: Nær allar tegundir lemúra í útrýmingarhættu
Þá hefur hvalategundin sléttbakur verið færð af lista yfir tegundir í útrýmingarhættu yfir á lista yfir tegundir í bráðri útrýmingarhættu. Árið 2018 var áætlað að 250 sléttbakar væru á lífi en á tímabilinu milli 2012 og 2016 er talið að 26 sléttbakar hafi dáið við það að flækjast í fiski- og veiðarfæralínum.