Fór ekki út fyrir valdsvið sitt

10.07.2020 - 10:38
Erlent · Asía · Kína · Svíþjóð · Evrópa
epa08466450 Former Swedish ambassador to China, Anna Lindstedt (R), arrives at the district court in Stockholm, Sweden, 05 June 2020, where she is accused of overstepping her mandate by trying to negotiate the release of a Chinese-Swedish dissident held in China.  EPA-EFE/JANERIK HENRIKSSON  SWEDEN OUT
Anna Lindstedt. Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Anna Lindstedt, fyrrverandi sendiherra Svíþjóðar í Kína, var í morgun sýknuð af ákæru um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að reyna að semja kínversk stjórnvöld um lausn á sænsk-kínverska útgefandanum og rithöfundinum Gui Minhai.

Gui fékk sænskan ríkisborgararétt fyrir þremur áratugum. Hann hvarf á ferð í Tælandi fyrir fimm árum, en kínversk yfirvöld staðfestu í janúar 2016 að hann væri í haldi þeirra. Hann var fyrr á þessu ári dæmdur í tíu ára fangelsi í Kína.

Lindstedt, sem var sendiherra Svía í Peking 2016-2019, var ákærð í fyrir að hafa án leyfis efnt fundar með dóttur Gui og tveimur kínverskum kaupsýslumönnum á hóteli í Stokkhólmi í janúar í fyrra í þeim tilgangi að reyna að fá hann lausan.

Lindstedt vísaði því á bug að hafa farið út fyrir valdsvið sitt og féllst dómstóll á það í morgun.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi