Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Einn fluttur með þyrlu eftir umferðarslys við Flúðir

Mynd með færslu
 Mynd: Facebooksíða Tjaldmiðstöðva
Þriggja bíla árekstur varð rétt upp úr hálffjögur í dag í grennd við Flúðir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang. Lögregla var kölluð út klukkan 15:36 og voru sjúkrabílar, lögregla og slökkvilið sent á vettvang.

Þyrlan var við gæslustörf þegar beiðni lögreglu barst um aðstoð klukkan 15:40. Þyrlan lenti á Landspítalanum rétt fyrr hálffimm samkvæmt upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Ekki er vitað að svo stöddu hve margir slösuðust.

Uppfært 18:20

Vegurinn milli Skálholtsafleggjara og Flúða þar sem slysið varð er lokaður um óákveðinn tíma.

Uppfært klukkan 17:00

Þrír voru í þremur bílum lentu í árekstrinum, segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Einn var fluttur með alvarleg meiðsl á spítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hinir tveir slösuðust ekki jafn alvarlega. Ekki er vitað frekar um líðan þeirra. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Búast má við einhverjum umerðartöfum á veginum að Flúðum þeir sem vettvangsstörf standa enn yfir við Stóru-Laxá.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV