Bolsonaro segist hafa það „mjög gott“

10.07.2020 - 06:13
epa08532724 (FILE) - President of Brazil Jair Bolsonaro attends a press conference on the measures taken by the government against the spread of the coronavirus, in Brasilia, Brazil, 18 March 2020 (reissued 07 July 2020). Bolsonaro, 65, reported on 07 July 2020 that he has tested positive for COVID-19 and has begun to be treated with chloroquine.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti, sem greindist með COVID-19 á dögunum, hefur það „mjög gott" að eigin sögn og heldur áfram að mæla með notkun hins umdeilda lyfs hydroxychloroquine gegn sjúkdómnum. Bolsonaro, sem er hálfsjötugur, flutti sitt vikulega ávarp frá forsetabústaðnum í beinni útsendingu á Facebook.

Í frétt AFP segir að forsetinn hafi virst í góðu formi. Hann var hins vegar einn á skjánum og hvorki ráðherrar, ráðgjafar né táknmálstúlkur í sjónmáli, sem þó eru venjulega með honum í þessum útsendingum. Bolsonaro hefur frá upphafi leitast við að gera lítið úr hættunni af völdum farsóttarinnar og á því varð engin breyting í gær. Sagðist hann hafa byrjað að finna til slæmsku undir síðustu helgi en nú hefði hann það ljómandi gott. Það væri einkum því að þakka að hann hefði tekið eina töflu af hydrochloroxoiquine á dag frá því hann veiktist.

Hydrochloroxiquine er malaríulyfog er gagnsemi þess við við COVID-19 afar umdeild og raunar víða mælt gegn notkun þess.

Brasilía er það land utan Bandaríkjanna sem verst hefur orðið úti í faraldrinum. 1.224 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Brasilíu í gær, og alls eru dauðsföllin þar orðin ríflega 69.000. Staðfest smit eru ríflega 1.755.000 talsins. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi