Bikarmeistararnir áfram - Breiðablik vann í Árbænum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Bikarmeistararnir áfram - Breiðablik vann í Árbænum

10.07.2020 - 23:03
Sex leikir fóru fram í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í dag. Valur, Breiðablik og Selfoss unnu öll sína leiki og eru því komin áfram í 8-liða úrslit bikarsins.

Það var nóg um að vera í kvennaknattspyrnunni í dag og hófst dagurinn með látum þegar Valur skellti Eyjakonum á Hlíðarenda. Leikar enduðu 3-1 en Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í fótbolta.

Tindastóll frá Sauðárkróki komst yfir gegn úrvalsdeildarliði KR í Frostaskjóli en fjögur mörk frá KR í seinni hálfleik kláruðu verkefnið fyrir Vesturbæjarliðið. Breiðablik vann 1-0 sigur á Fylki í Árbænum með marki frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þá gerði Selfoss góða ferð í Garðabæinn og vann Stjörnuna 3-0. FH vann Þrótt í nýliðaslag efstu deildar 1-0 og í síðasta leik dagsins unnu Haukar Fjarðabyggð/Hött/Leikni 6-1.

16-liða úrslitin klárast á morgun með tveimur leikjum, Þór/KA mætir Keflavík 16:00 á Akureyri og ÍA tekur á móti Augnablik klukkan 16:15.