Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Baldur siglir á ný

10.07.2020 - 16:50
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm - RÚV
Breiðafjarðarferjan Baldur lauk prufukeyrslu giftusamlega eftir hádegið í dag og hóf að nýju siglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey á fjórða tímanum. Ferjan bilaði fyrir tólf dögum.

 

Ferjan Særún sigldi í stað Baldurs á meðan hann var bilaður. Særún er heldur minni en Baldur, tekur hundrað og fimmtán farþega og ferjar ekki bíla. Í Baldur komast hins vegar tvö hundruð og áttatíu farþegar og fimmtíu og fimm bílar. Fullbókað var fyrstu ferðina sem hófst frá Stykkishólmi á fjórða tímanum í dag. 

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV