Virkt smit greindist við landamærin í fyrradag

09.07.2020 - 11:14
Innlent · COVID-19 · Skimun · Sóttkví
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun í fyrradag. Á mánudag greindust tvö virk smit við landamærin en fimm óvirk. Í gær greindust að minnsta kosti tvö smit við landamæraskimun. Enn er beðið eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort um óvirk eða virk smit er að ræða.

Innanlandssmit hefur ekki greinst hér á landi frá því 2. júlí. 18 eru í einangrun eins og er en 198 í sóttkví. Frá því að faraldurinn hófst hafa 22.804 lokið sóttkví. 

Í gær voru 1.466 sýni skimuð. Þar af var 1.341 skimað við landamærin. 

 
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi