Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Vígamenn íslamista felldu 23 nígeríska hermenn

09.07.2020 - 03:44
epa03709273 Nigerian soldiers arrive in Yola, Nigeria, 20 May 2013. Following the declaraton of a state of emergency in Yobe, Borno and Adamawa states of Nigeria last week, troops have been moved in numbers to the north east of the country to combat Boko
Nígerískir her- og lögreglumenn á ferð um Borno, þar sem vígamenn Boko Haram hafa staðið fyrir blóðugum hryðjuverkum og árásum um árabil. Mynd: EPA
23 nígerískir hermenn féllu þegar vígasveitir öfgaíslamista gerðu sveit þeirra fyrirsát í Borno-héraði í Norðuausturhluta Nígeríu í dag. Þetta er haft eftir heimildarmönnum innan Nígeríuhers. Auk þeirra sem féllu er nokkurra hermanna saknað eftir árás vígamannanna, en ekki hefur verið upplýst hversu margir eru horfnir.

Fyrirsátin, sem að líkindum var gerð af liðsmönnum Boko Haram, var gerð þar sem hersveitin var á ferð eftir þjóðvegi í Borno, um 40 kílómetra frá héraðshöfuðborginni Maiduguri.