Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rio Tinto undirbýr lokun á Nýja Sjálandi

09.07.2020 - 08:19
The sun rises over the Tiwai Point aluminium smelter near Invercargill, New Zealand, June 4, 2016. Mining giant Rio Tinto said Thursday, July 9, 2020, it will close its aluminum smelter in southern New Zealand, resulting in 1,000 job losses and dealing a major economic blow to the region (Mark Mitchell/NZ Herald via AP)
 Mynd: AP
Álframleiðandinn Rio Tinto undirbýr nú lokun á álveri sínu á Suðurey á Nýja Sjálandi. Félagið á jafnframt álverið í Straumsvík. Í yfirlýsingu Rio Tinto segir að lokunin sé vegna þess að raforkukostnaður sé of hár og markaðsaðstæður erfiðar.  

Starfsemin í Nýja Sjálandi hafi verið rekin með tapi. Félagið hefur sagt upp raforkusamningi á Nýja Sjálandi frá og með ágúst 2021 en þá er stefnt að því að búið verði að loka álverunum.

Í tilkynningunni segir einnig að tap á rekstri álversins nemi 46 milljónum nýsjálenskra dollara í fyrra, jafnvirði ríflega 4,2 milljarða íslenskra króna.  

Um eitt þúsund manns starfa í álverinu auk þess sem afleidd störf eru talin vera um sextán hundruð til viðbótar á Suðurey.
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV