Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Undirbúa að senda 45% starfsmanna í launalaust leyfi

Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Bandaríska flugfélagið United Airlines greindi í dag frá því að í það sé í undirbúningi að senda 36.000 starfsmenn í tímaundið launalaust leyfi vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur á flugiðnaðinn. 

Reuters fréttaveitan greinir frá og segir þetta vera 45% starfsmanna flugfélagsins.

Verðbréf United Airlines lækkuðu um 3,3% á mörkuðum eftir fréttirnar.

Forsvarsmenn United Airlines segja ekki endilega alla sem fá tilkynninguna verða senda í leyfi. Endanlegur fjöldi munu ráðast af því hve margir starfsmenn þiggi starfslokasamninga eða taki samninga um tímabundið leyfi.

Gert er ráð fyrir að fyrstu starfsmennirnir verði sendir í tímabundið leyfi 1. október, en þann dag lýkur uppsagnabanni sem bandarísk stjórnvöld settu þau á þau flugfélög sem fengu milljarða dollara í aðstoð vegna kórónuveirunnar.

Sara Nelson, formaður félags bandarískra flugfreyja (AFA) segir þetta vissulega erfiðar fréttir en þær séu þó „heiðarlegasta mat sem félagið hafi séð á þeirri stöðu sem nú séu uppi.“

Kórónuveirutilfellum fer enn fjölgandi í Bandaríkjunum og tapar United Airline um 40 milljónum dollara á dag. Reynt hefur verið að grípa til víðtækra aðgerða til að draga úr tapinu.