Ryder-bikarnum frestað um ár

epa07059634 (L-R) Paul Casey of England, Ian Poulter of England, Tommy Fleetwood of England and Justin Rose of England react following their win on the final day of the Ryder Cup 2018 at The Golf National in Guyancourt, near Paris, France, 30 September 2018.  EPA-EFE/GERRY PENNY
 Mynd: EPA

Ryder-bikarnum frestað um ár

08.07.2020 - 15:44
Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta Ryder-bikarnum í golfi um eitt ár. Keppnin átti að vera í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna í september en vegna COVID-19 treysta mótshaldarar sér ekki til að staðfesta að keppnin geti farið fram.

Keppnin verður þess í stað haldin í september 2021 á Whistling Straits-vellinum í Wisconsins. Steve Stricker verður fyrirliði liðs Bandaríkjanna en Padraig Harrington verður fyrirliði Evrópu.

Áhorfendur órjúfanlegur hluti af Ryder-bikarnum

Yfirmaður PGA í Bandaríkjunum, Seth Waugh, segir einfaldlega ekki hægt að ímynda sér Ryder-bikarinn án áhorfenda og því sé réttast að fresta keppninni um ár.

„Það eru áhorfendurnir sem gera Ryder-bikarinn svo einstakann og magnþrunginn viðburð. Að spila án þeirra var einfaldlega ekki raunhæfur kostur,“ sagði Waugh um ákvörðunina sem var tekin í dag. 

Stemningin var ótrúleg þegar lið Evrópu vann öruggan sigur í Ryder-bikarnum 2018 en þá var keppt á Le Golf National-vellinum í París í Frakklandi.