Keppnin verður þess í stað haldin í september 2021 á Whistling Straits-vellinum í Wisconsins. Steve Stricker verður fyrirliði liðs Bandaríkjanna en Padraig Harrington verður fyrirliði Evrópu.
Áhorfendur órjúfanlegur hluti af Ryder-bikarnum
Yfirmaður PGA í Bandaríkjunum, Seth Waugh, segir einfaldlega ekki hægt að ímynda sér Ryder-bikarinn án áhorfenda og því sé réttast að fresta keppninni um ár.
„Það eru áhorfendurnir sem gera Ryder-bikarinn svo einstakann og magnþrunginn viðburð. Að spila án þeirra var einfaldlega ekki raunhæfur kostur,“ sagði Waugh um ákvörðunina sem var tekin í dag.
Stemningin var ótrúleg þegar lið Evrópu vann öruggan sigur í Ryder-bikarnum 2018 en þá var keppt á Le Golf National-vellinum í París í Frakklandi.
The 2020 Ryder Cup has been postponed.
https://t.co/skWjUTBUua pic.twitter.com/PuS1Sg1d78
— Ryder Cup (@rydercup) July 8, 2020