Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Kennsl borin á fólkið sem lést í eldsvoðanum

Húsarústir eftir brunan á Bræðraborgarstíg
 Mynd: Sigríður Hagalín Björnsdótt
Rannsókn lögreglu á bruna í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu miðar vel. Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á fólkið sem lést í brunanum. Þau voru öll þrjú pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að nöfn þeirra verði ekki gefin upp að ósk aðstandenda. Einn þeirra sem slasaðist í brunanum er enn á gjörgæslu. Í tilkynningunni segir ennfremur að lögregla geti ekki tjáð sig frekar um framvindu rannsóknarinnar að svo stöddu.