Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Jarðskjálfti yfir fjórir að stærð fyrir norðan

08.07.2020 - 17:53
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Jarðskjálfti sem var yfir fjórir að stærð mældist á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 17:45 í dag.

Skjálftinn fannst vel á Akureyri og Siglufirði þar sem allt nötraði og skalf, en samkvæmt ómælingum á vef Veðurstofu Íslands var skjálftin 4,2 að stærð.

Ingvar Erlingsson, íbúi á Siglufirði sagði í kvöldfréttum að skjálftinn hefði fundist vel.

„Þetta kom eins og stórt högg og fannst greinilega,“ segir hann. Börnin hafi líka fundið skjálftan vel og komið út.  Ekkert hafi hins vegar dottið úr hillum að þessu sinni.  „Við erum orðin nokkuð vön þessu hérna,“ bætti hann við.

Anna Sigríður Einarsdóttir