Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Grasfrjó flest í Garðabæ og mest af birkifrjóum nyrðra

Mynd með færslu
 Mynd: Gunnlaugur Starri  - RÚV
Svipaður fjöldi frjókorna mældist í lofti á Akureyri í júnímánuði og í sama mánuði undanfarin ár. Í Garðabæ mældust aftur á móti um tvöfalt fleiri frjókorn en að meðaltali í júní. Á Akureyri voru birkifrjó sú tegund frjókorna sem mældist mest af en í Garðabæ mældist mest af grasfrjóum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Þar segir að á Akureyri hafi að meðaltali mælst 674 frjó/m3, sem er nokkuð nálægt meðaltali fyrri ára, og að þau hafi verið samfellt í lofti allan mánuðinn. Í Garðabæ  mældust 2.479 frjó/m3 sem er talsvert yfir meðaltali júnímánaðar. 

3. júní var sá dagur mánaðarins sem flest frjókorn mældust á Akureyri og í Garðabæ mældust flest frjókorn 21. júní. 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir