Svipaður fjöldi frjókorna mældist í lofti á Akureyri í júnímánuði og í sama mánuði undanfarin ár. Í Garðabæ mældust aftur á móti um tvöfalt fleiri frjókorn en að meðaltali í júní. Á Akureyri voru birkifrjó sú tegund frjókorna sem mældist mest af en í Garðabæ mældist mest af grasfrjóum.