Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ásakanir um stríðsglæpi í Idlib

08.07.2020 - 08:12
epa08230639 Fighters of the Turkish-backed National Syrian Army fire a shell targeting government forces positions at al-Nayrab village, from Qminas village, some 6 km east of Idlib, Syria, 20 February 2020.  EPA-EFE/YAHYA NEMAH
Sýrlenskir uppreisnarmenn í bardögum í Idlib í febrúar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sakar stríðandi fylkingar í Sýrlandi um stríðsglæpi í bardögum undanfarna mánuði. Sprengjum hafi verið varpað á skóla, sjúkrahús, markaði og fólk á flótta frá átakasvæðum.

Rannsókn nefndarinnar miðaðist við tímabilið frá 1. nóvember á síðasta ári, þegar sýrlenski stjórnarherinn hóf stórsókn gegn vopnuðum sveitum uppreisnarmanna í Idlib-héraði, til 1. júní.

Í skýrslu hennar segir að fleiri en 500 almennir borgarar hafi hafi fallið í Idlib á þessum tíma og meira en ein milljón manna hrakist á vergang.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV