Vilja að umhverfisráðherrann víki

07.07.2020 - 08:20
epa08179928 Brazilian Environment Minister Ricardo Salles (out of frame) and the Administrator of the United States Environmental Protection Agency (EPA) Andrew Wheeler (C) participate in a ceremony to sign a Memorandum of Understanding (MOU) on Cooperation in Urban Sustainability, in the Ministry of the Environment, in Brasilia, Brazil, 30 January 2020. The objective is to strengthen and coordinate the efforts of the two countries to protect the environment, with emphasis on urban sustainability.  EPA-EFE/Joedson Alves
Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu. Mynd: EPA-EFE - EFE
Saksóknarar í Brasilíu krefjast þess að Ricardo Salles, umhverfismálaráðherra landsins, verði látinn víkja, en þeir saka hann um að hafa átt beinan þátt í mikilli skógeyðingu og skógareldum á Amazon-svæðinu með afnámi ýmissa þátta sem stuðla að verndun regnskóga landsins.

Í yfirlýsingu sem tólf saksóknarar sendu frá sér í gær er umhverfisráðherrann sakaður um óheiðarleg vinnubrögð og að fara út fyrir valdsvið sitt, en umhverfisverndarsamtök hafa sakað hann um stuðning við fyrirtæki sem vilja aukinn landbúnað og námugröft á vernduðum svæðum.

Í apríl náðist hljóðupptaka þar sem ráðherrann sagði að stjórnvöld ættu að nýta kórónuveirufaraldurinn til að slaka á ýmsum reglum um umhverfisvernd. Saksóknararnir vilja að Salles verði settur af og sektaður.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi