Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Önnur akreinin á Vesturlandsvegi malbikuð í dag

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Búast má við talsverðum töfum á umferð á Vesturlandsvegi í dag þar sem Vegagerðin heldur áfram malbikunarvinnu á veginum norðan Grundarhverfis. Vegurinn verður þrengdur um eina akrein og umferð handstýrt líkt og í gær. Í gær gátu liðið um tuttugu mínútur á milli þess sem skipt var um aksturstefnu.

Áætlað er að framkvæmdir standi til ellefu í kvöld. Í dag er einnig stefnt að því að malbika tvo beygjurampa, frá Vesturlandsvegi og annars vegar upp á Höfðabakka, hins vegar upp á Suðurlandsveg.

Löng röð bíla myndaðist í vesturátt á Kjalarnesi í gær. Vegfarandi sem var kominn í gegnum Grundahverfið hafði beðið í langri bílaröð í tæpa klukkustund.

Kaflinn sem verið er að malbika aftur er frá Grundarhverfi á Kjalarnesi og vestur að brúnni yfir Blikdalsá.