Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Féllu þrjá og hálfan metra þegar vinnupallur gaf sig

07.07.2020 - 10:39
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Slys varð í Sandgerði í gær þegar vinnupallur gaf sig og tveir menn féllu í jörðina. Fallið var um þrír og hálfur metri.

Annar þeirra fékk högg á höfuðið og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hinn slapp án meiðsla. Þetta staðfestir varðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum. Ekki er vitað um líðan mannsins sem hlaut höfuðáverka í dag.

Mennirnir voru að gera við þakkant á húsi á einkalóð þegar slysið varð. 

 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV