Eldur í fjölbýlishúsum á Akranesi

07.07.2020 - 04:18
Akranes, Vesturland, H0fn, höfnin, sílóin, síló, Faxaflói.
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.is
Eldur komst í klæðningu fjölbýlishúsa við Skólabraut á Akranesi á ellefta tímanum í gærkvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað í ruslageymslu í þröngu porti á milli húsanna.

Að sögn Skessuhorns gekk slökkvistarf greiðlega. Skemmdir urðu á klæðningu beggja húsa og mátti litlu muna að eldurinn næði að læsa sig í einangrun. Reykræsta varð allar íbúðir í öðru húsinu og varð að flytja íbúa þeirra annað í nótt. Fólkið fékk athvarf hjá Rauða krossi Íslands, sem er með aðstöðu í götunni, og hjá vinum og ættingjum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi