Bolsonaro með einkenni COVID-19

07.07.2020 - 06:32
epa08310757 A handout picture made available by the Presidency of Brazil shows Brazilian President Jair Bolsonaro during a press conference in Brasilia, Brazil, 20 March 2020. Bolsonaro insisted that the Brazilian economy cannot be paralyzed by the measures adopted by regional and municipal governments to stop the advance of the coronavirus and asked that regional leaders think of the country as a whole.  EPA-EFE/Isac Nobrega / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Mynd: EPA-EFE - Presidency of Brazil
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, greindi frá því í gærkvöld að hann hafi farið í sýnatöku til að skera úr um hvort hann hafi kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Hann ákvað að leita til lækna eftir að hann fékk hita og önnur einkenni veirunnar.

Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og kallaði pestina á sínum tíma örlitla flensu. Síðan hefur kórónuveiran breiðst hratt út um Brasilíu, þar sem yfir ein og hálf milljón hefur greinst með hana. Bolsonaro gerði lítið úr tilmælum sérfræðinga um að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum og að fólk héldi kyrru heima fyrir. Hann talaði fyrir því að opna hagkerfið sem allra fyrst og beitti neitunarvaldi gegn lögum um að fólki beri að hafa grímu fyrir vitunum á almannafæri. 

Forsetinn tjáði CNN fréttastofunni í Brasilíu að lungun væru hrein samkvæmt röntgenmyndum. Niðurstöðu úr sýnatökunni er að vænta í dag að hans sögn.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi