Félagsdómur hafnaði í kvöld kröfu Samtaka atvinnulífsins um að boðuð vinnustöðvun háseta, bátsmanna og þjónustufólks um borð í Herjólfi verði dæmd ólögmæt.
Vinnustöðvunin hefst því á miðnætti í kvöld og stendur í sólarhring. Deilan snýst meðal annars um vinnu- og vaktafyrirkomulag en um tuttugu starfsmenn leggja niður störf.
Jónas Garðarsson formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að Herjólfur sigli ekki á meðan á vinnustöðvun stendur. Önnur vinnustöðvun er fyrirhuguð í næstu viku og stendur hún í tvo sólarhringa.