Ráðist á lögreglumann og hann handleggsbrotinn

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt voru afskipti af ölvaðri konu á rafskutlu, sem hafði stofnað sjálfri sér og öðrum í hættu og handtaka manns sem gekk um miðborgina vopnaður kylfu. Ráðist var á lögreglumann við störf í miðborginni, hann er talinn vera handleggsbrotinn eftir árásina og þá fékk lögregla fjölmörg útköll vegna hávaða í samkvæmum í heimahúsum.

Tvö af útköllum lögreglu tengdust slagsmálum, önnur voru á milli tveggja manna í miðborginni um 9-leytið í gærkvöldi, í hinu tilvikuni var um að ræða hópslagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni á 11. tímanum.

Um klukkan 18 í gær fékk lögregla tilkynningu um að ölvaður maður lægi á grasbala í Kópavogi. Er lögregla hugðist hafa afskipti af honum kvaðst hann vera í sólbaði. Um klukkan 23 var tilkynnt um ölvaða konu sem var að ganga í veg fyrir bíla á Sæbraut. Hún þakkaði lögreglu fyrir aðstoðina og sagðist ætla að ganga á gangstéttinni.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi