Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mun fleiri létust í Eþíópíu en áður var greint frá

05.07.2020 - 06:25
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia commons - Wikimeda commons
Lögreglan í Eþíópíu greindi frá því í dag að minnst 166 hafi fallið í mótmælum sem brutust út í landinu eftir að tónlistarmaðurinn Hacalu Hundessa var tekinn af lífi í byrjun vikunnar.

145 almennir borgarar létu lífið og ellefu löggæslumenn, hefur Guardian eftir Girma Gelam, lögreglumanni í Oromia héraði. Vitað er af tíu dauðsföllum til viðbótar í höfuðborginni Addis Ababa. 167 eru alvarlega slasaðir eftir mótmælin, og yfir þúsund voru handteknir að sögn lögreglu. 

Tónlist Hundessa blés baráttuanda í brjóst Oromo-fólks í Eþíópíu í kringum mótmælaölduna sem leiddi til valda Abiy Ahmed árið 2018. Oromo-þjóðinni, sem er sú fjölmennasta í Eþíópíu, þótti hún eftirbátur annarra bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV