Minnst 16 látnir í flóðum í Japan

05.07.2020 - 07:51
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan
epa08526689 An aerial view shows floods in Hitoyoshi, Kumamoto prefecture, southwestern Japan, 04 July 2020. Local authorities asked the evacuation of more than 200,000 residents in Japan's southwestern prefectures of Kumamoto and Kagoshima following floods and mudslides triggered by torrential rain. According to latest media reports, 15 people died and nine are missing.  EPA-EFE/JIJI PRESS JAPAN OUT EDITORIAL USE ONLY/  NO ARCHIVES
 Mynd: EPA-EFE - JIJI PRESS
Minnst sextán eru látnir vegna mikilla og flóða af völdum úrhellisrigningar í suðvestanverðu Japan um helgina. Yfir 200 þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín í Kumamoto héraði á Kyushu eyju. Þar hafa hús eyðilagst og flóðin hrifsað með sér farartæki og fellt brýr. Nokkrir bæir hafa farið nánast alveg á kaf, og aðrir eru innlyksa. 

Tuttugu til viðbótar eru taldir af, en það hefur ekki fengist staðfest. Fjórtán þeirra eru íbúar á hjúkrunarheimili aldraðra sem flæddi yfir eftir að á í nágrenni við það flæddi yfir bakka sína í gær. 

Rétt á meðan úrkoman var minni í morgun fóru björgunarlið og hermenn á bátum til að aðstoða fólk í bæjum sem lokuðust af vegna ónýtra brúa og lokaðra vega sökum flóða. Búist er við meiri rigningu í kvöld. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi