Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Íhaldsflokkurinn HDZ mælist stærstur

05.07.2020 - 21:52
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Þingkosningar fóru fram í Króatíu í dag. Kjörstöðum var lokað klukkan sjö að staðartíma.  Á tíunda tímanum í kvöld höfðu tæplega 44 prósent atkvæða verið talin. Samkvæmt nýjustu tölum er íhaldsflokkurinn HDZ með flest atkvæða. Hann fengi 70 þingsæti af 151.

Ýmsir hafa lýst áhyggjum af dræmri kjörsókn vegna kórónuveirufaraldursins. Síðdegis í dag höfðu 34 prósent kosningabærra manna kosið, sem er þremur prósentum minna en í síðustu þingkosningum. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV