Þingkosningar fóru fram í Króatíu í dag. Kjörstöðum var lokað klukkan sjö að staðartíma. Á tíunda tímanum í kvöld höfðu tæplega 44 prósent atkvæða verið talin. Samkvæmt nýjustu tölum er íhaldsflokkurinn HDZ með flest atkvæða. Hann fengi 70 þingsæti af 151.