Minnst tveir látnir vegna úrhellis í Japan

04.07.2020 - 06:19
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan
epa08525872 The river Kuma overflowing in Yatsushiro, Kumamoto prefecture, southwestern Japan, 04 July 2020. Local authorities asked the evacuation of more than 76,000 residents in Japan's southwestern prefectures of Kumamoto and Kagoshima following floods and mudslides triggered by torrential rain.  EPA-EFE/JIJI PRESS JAPAN OUT EDITORIAL USE ONLY/  NO ARCHIVES
 Mynd: EPA-EFE - JIJI PRESS
Að minnsta kosti tveir eru taldir af og þrettán er saknað í vesturhluta Japans þar sem met-úrkoma hefur fallið. Yfir 76 þúsund hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna aurskriðu- og flóðahættu.

 Japanska veðurstofan hefur gefið út hæstu mögulegu úrkomuviðvörun í Kumamoto, Kagoshima og á Kyushu eyju. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans biður fólk um að vera á varðbergi. Hann skipaði tíu þúsund hermönnum að vera til taks við björgunarstörf. 

Tveir fundust án lífsmarks í aurskriðu í Kumamoto og eins er saknað þar, hefur AFP fréttastofan eftir Naosaka Miyahara, embættismanni almannavarna í héraðinu. Um hundrað manns eru innlyksa eftir að flæddi í kringum þá. 

Á þessum árstíma er jafnan regntímabil í Japan. Þá verða oft flóð og aurskriður og ástand eins og er nú. Enn hafa engar fregnir borist af slysum eða dauðsföllum af völdum veðursins, en leit stendur yfir af þeim sem er saknað.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi