Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lögregla handtók arnarunga

04.07.2020 - 09:05
Arnarungi sem lögreglan á Vestfjörðum handsamaði
Arnarunginn sem handsamaður var af lögreglunni á Vestfjörðum. Mynd: Lögreglan á Vestfjörðum - Facebook
„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lögreglunnar. Þessi var handsamaður fyrr í kvöld eftir ábendingu um að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans.“ Svona hefst facebook-færsla lögreglunnar á Vestfjörðum. Færslunni fylgir mynd af fugli sem að sögn lögreglu er arnarungi.

„Hann var handsamaður í nágrenni Bolungarvíkur seinnipartinn í gær,“ segir Ingvar Jakobsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði. „Fólk á ferli sá hann á röltinu, sá að eitthvað var að hrjá hann og að hann gat ekki flogið og hringdi í okkur. Það var auðvelt að ná honum þar sem hann gat ekki flogið. Gönguhraði arnarunga er greinilega lögreglu hagstæður,“ segir Ingvar.

Unganum var komið í umsjá Náttúrustofu Vestfjarða þar sem hann nýtur nú aðhlynningar. 

Uppfært klukkan 12:04: Staðfest hefur verið að fuglinn er ungur fálki. 

Arnarungi sem lögreglan á Vestfjörðum handsamaði

Arnarunginn í góðu yfirlæti.

Arnarungi sem lögreglan á Vestfjörðum handsamaði
 Mynd: Lögreglan á Vestfjörðum - Facebook
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir