Lest af sporinu eftir árekstur við nautgripi

04.07.2020 - 07:50
Erlent · Danmörk · Evrópa
Mynd með færslu
 Mynd: politiet.dk
Lest fór af sporinu í Danmörku á milli Boris og Skjern í gærkvöld eftir að hafa ekið á nautgripi sem stóðu á lestarteinunum. Níu farþgear voru um borð í lestinni. Farþegunum varð ekki meint af, en allar fimmtán kýrnar sem lestin ók á eru dauðar, að sögn lögreglunnar í Mið- og Vestur-Jótlandi.

Danska ríkisútvarpið, DR, hefur eftir lögreglumanninum Henrik Nielsen að kýrnar hafi legið dauðar á víð og dreif á um 100 metra svæði. Nokkurn tíma tók að flytja þær af vettvangi, sérstaklega eitt nautanna sem vó um eitt og hálft tonn.

Nokkrar skemmdir urðu á lestinni, en hún var á um 100 kílómetra hraða á klukkustund þegar hún ók á nautgripina. Einhverjar tafir verða á lestarsamgöngum í dag vegna slyssins.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi