Ekkert innanlandssmit í gær

04.07.2020 - 12:54
epa08338984 A medical doctor performs af mouth swab on a patient to be tested for novel coronavirus disease (COVID-19) in a new tent extension of the Danish National Hospital Rigshospitalet in Copenhagen, Denmark, 02 April 2020.  EPA-EFE/NIELS CHRISTIAN VILMANN  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - Ritzau-Scanpix
Ekkert innanlandssmit greindist við sýnatöku í gær. Við landamæraskimun greindust alls fimm sýni jákvæð. Þrjú þeirra reyndust gömul en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar tveggja þeirra.

Í gær voru 1.484 skimaðir við landamæri, 138 á sýkla- og veirufræðideild LSH en 259 af Íslenskri erfðagreiningu. 

Skimanir hófust á Keflavíkurflugvelli þann 15. júní. Komufarþegar geta valið milli skimunar og sóttkvíar. Greint var frá því í gær að heilbrigðisráðherra hafi samþykkt tillögu sóttvarnarlæknis að komufarþegum sem búsettir eru hér á landi verði gert að fara í landamæraskimun og sóttkví eftir komuna til landsins. Þetta verður gert til þess að lágmarka hættuna á því að nýlega smitaðir komist ógreindir inn í landið. Eftir fjóra til fimm daga í sóttkví er fólki hins vegar boðið að koma í aftur í sýnatöku og sleppa úr sóttkvínni ef sýnið reynist neikvætt. 

Innanlandssmit voru þrjú í fyrradag og 441 eru í sóttkví. 

 
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi