Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Þórólfur og Víðir fá frí um helgina

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Almannavarnir munu ekki boða til upplýsingafundar í dag eða á mánudag eins og áður hafði verið tilkynnt. Þess í stað færast fundirnir yfir á þriðjudaga og fimmtudaga í sumar.

Rögnvaldur Ólafsson, starfandi deildarstjóri Almannavarna, segir ástæðuna þá að verið sé að reyna að reka fólk í sumarfrí. „Við sendum Þórólf og Víði í frí og þeir fá nú langa helgi,“ segir hann.

Að sögn Rögnvaldar er vonast til að með því að fækka fundunum í tvo og hliðra þeim um einn dag að þá verði hægt að gefa fólki langt helgarfrí inn á milli.

Að óbreyttu fara upplýsingafundir Almannavarna því fram á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar. 

Á meðan þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn eru í leyfi um helgina munu þau Rögnvaldur og Alma Möller Landlæknir standa vaktina.

Anna Sigríður Einarsdóttir