Sjö félög eiga fulltrúa í landsliðunum fyrir EM 2021

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Sjö félög eiga fulltrúa í landsliðunum fyrir EM 2021

03.07.2020 - 16:06
Landsliðsþjálfarar íslensku fimleikalandsliðanna hafa valið landsliðshópa fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2021. Mikill vöxtur á landsvísu er að skila sér en hóparnir samanstanda af 71 iðkanda úr sjö mismunandi félögum, sem er met.

Þetta er í fyrsta skipti sem iðkendur úr Keflavík, Aftureldingu og ÍA komast í landsliðshóp en hér má sjá landsliðshópanna. Evrópumótið í hópfimleikum fer fram 14.-17. apríl og mun Ísland senda tvö lið í fullorðinsflokki (kvennalið og blandað lið fullorðinna) og tvö lið í unglinfaflokki (stúlknalið og blandað lið unglinga).