Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýr forsætisráðherra skipaður í Frakklandi

03.07.2020 - 10:55
epa08432461 French government "deconfinement" coordinator Jean Castex leaves after a videoconference with the French President and French mayors at the Elysee Palace in Paris after the country began a gradual end to the nationwide lockdown following the coronavirus disease (COVID-19) outbreak in France, 19 May 2020.  EPA-EFE/GONZALO FUENTES / POOL  MAXPPP OUT
 Mynd: EPA-EFE - Reuters
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, skipaði í dag Jean Castex í embætti forsætisráðherra í stað Edouards Philippes sem baðst lausnar í morgun fyrir sig og ráðuneyti sitt. Castex hefur staðið í ströngu að undanförnu í baráttu Frakka við COVID-19 farsóttina. Hans bíður það verkefni að skipa nýja ríkisstjórn.

Stjórnarskipti hafa legið í loftinu í Frakklandi um nokkurt skeið. Macron forseti lýsti því yfir á dögunum að hann vildi breyta um stefnu í ýmsum málum þau tvö ár sem hann á eftir af núverandi kjörtímabili forseta.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV