Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Franska ríkisstjórnin segir af sér

03.07.2020 - 07:55
epa08524247 (FILE) - French Prime Minister Edouard Philippe (L) arrives for a meeting with members of the Citizens' Convention on Climate (CCC) to discuss environment-related proposals, at the Elysee Palace in Paris, France, 29 June 2020 (reissued 03 July 2020). According to media reports citing the Elysee Palace, the French government under Prime Minister Edouard Philippe has resigned.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Skrifstofa forseta Frakklands tilkynnti í dag að Edouard Philippe forsætisráðherra og ríkisstjórn hans hefði sagt af sér. Emmanuel Macron forseti féllst á afsögnina. Í tilkynningunni er ekkert getið um ástæðu afsagnarinnar. Philippe og ráðherrar verða enn við stjórn frá degi til dags þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Emmanuel Macron forseti vildi skipta um forsætisráðherra til að styrkja stöðu sína fyrir komandi kosningar. Tímaritið Economist greindi frá því í síðasta mánuði að flokkur hans hefði tapað miklu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Forsetinn hefur lýst því yfir að hann vilji breyta um stefnu þau tvö ár sem eftir eru fram að næstu forsetakosningum.

Fráfarandi stjórn hefur verið við völd í Frakklandi frá því í maí 2017, þegar Emmanuel Macron tók við forsetaembættinu. Edouard Philippe var áður borgarstjóri í Le Havre.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV