Skrifstofa forseta Frakklands tilkynnti í dag að Edouard Philippe forsætisráðherra og ríkisstjórn hans hefði sagt af sér. Emmanuel Macron forseti féllst á afsögnina. Í tilkynningunni er ekkert getið um ástæðu afsagnarinnar. Philippe og ráðherrar verða enn við stjórn frá degi til dags þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.