Karlmaður á sjötugsaldri var úrskurðaður í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna rannsóknar á bruna á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli almannahagsmuna.