Í þáttunum, sem frumsýndir verða 10. júlí, ferðast Efron um heiminn ásamt heilsusérfræðingnum Darin Ollen í leit að lausnum við eldgömlum vandamálum. Markmiðið er að læra af mismunandi menningu og kanna hollari og sjálfbærari leiðir til þess að lifa.
Í stiklunni segir Efron að við þurfum að endurhugsa neyslu okkar, hvernig við borðum og hvaða orku við nýtum. Þeir félagar heimsækja framandi staði, borða framandi mat, meðal annars sem hefur verið eldaður í „prumpu poka.“ Þeir fara til Frakklands, Puerto Rico, Perú og Sardiníu svo dæmi séu tekin en svo má einnig sjá örstutt brot af heimsókn Efron til Íslands þar sem hann virðist aðallega vera að skoða orkuframleiðslu landsins.