Skjálfti að stærð 3,1

02.07.2020 - 06:36
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - Veðurstofan
Jörð heldur áfram að skjálfa við mynni Eyjafjarðar. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 20 kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan fimmtán mínútur yfir fjögur. Hann var 3,1 að stærð. Það er stærsti skjálftinn síðustu 48 klukkustundirnar.

Veðurstofan hefur engar tilkynningar fengið um að skjálftinn hafi fundist í byggð. 

Sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar hefur staðsett 9.600 jarðskjálfta frá því að hrinan hófst þann 19. júní. Stærsti skjálftinn var 5,8 að stærð. Tveir til viðbótar voru yfir fimm, 5,4 og 5,6.

Að sögn vakthafandi jarðvísindamanns á Veðurstofunni mælist enn mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á að fleiri stærri skjálftar verði.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi