Hún segir fyrirspurnum rigna inn til sambandsins frá rithöfundum sem velti fyrir sér hvaða áhrif salan hafi.
Hafa áhyggjur af útgáfustefnu íslenskra bóka
Til lengri tíma litið sé helsta áhyggjuefni sambandsins hvaða áhrif eignarhaldið muni hafa á útgáfustefnuna. „Okkar helsta áhyggjuefni er hvort erlent stórfyrirtæki á markaði muni brenna fyrir útgáfu íslenskra bókmennta,” sagði Ragnheiður í samtali við fréttastofu.
Aðspurð um almenn viðbrögð rithöfunda við fregnunum segir Ragnheiður:
„Mönnum bregður í brún að svona stór hluti íslenskra bókaútgáfu sé komin í erlenda eigu. Því óneitanlega lítum við svo á að við séum vörlsumenn íslenskrar tungu og að íslensk tunga sé undirstaða í menningu þjóðarinnar. Fyrstu viðbrögð eru þau að það skjóti mjög skökku við.”
Það hafi ekki hvarflað að sambandinu að sala á höfundarrétti svo stórs hluta bókmenntaarfsins til erlends fyrirtækis væri möguleg.
„Satt best að segja hefur okkur aldrei dottið þetta í hug. Þessi hugmynd var okkur mjög framandi þar til í gærmorgun,“ sagði Ragnheiður.
Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, dótturfélags sænska útgáfufélagsins Storytel AB var gestur í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.