Allt að tuttugu stiga hiti

02.07.2020 - 06:22
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Veðrið leikur við fólk á Suðvesturlandi í dag þar sem gera má ráð fyrir allt að að tuttugu stiga hita og bjartviðri.

Útlit er fyrir norðlæga eða breytileg átt, þrjá til tíu metra á sekúndu. Bjart verður með köflum, en sums staðar þokuloft með norður- og austurströndinni og stöku síðdegisskúrir sunnantil. Hiti verður á bilinu tólf til tuttugu stig að deginum, hlýjast á Suðvesturlandi, en mun svalara í þokulofti.

Á morgun og laugardag verður austlæg átt, skýjað með köflum og þurrt að
kalla. Hiti að sautján stigum í innsveitum á Norður- og Vesturlandi. Norðlæg
átt frá sunnudegi til miðvikdags. Bjart með köflum, stöku síðdegisskúrir
og hiti 10 til 16 stig, en skýjað og svalara um norðaustanvert landið.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi