Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Vesturbrú vígð í dag

01.07.2020 - 23:43
Mynd með færslu
 Mynd: Akureyrarbær
Ný brú sem liggur yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Brúin fékk heitið Vesturbrú. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.

Vesturbrú er sextíu metra löng stálbrú með þriggja metra breiðu timburgólfi. Báðum megin brúarstæðisins hafa verið lagðir sex hundruð metra langir malarstígar. Framkvæmdin var samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Vegagerðarinnar og Landsnets og hófst seint á síðasta ári. 

Dagskrá vígsluathafnarinnar hófst með hópreið hestamannafélagsins Léttis að brúnni. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var með í för og klippti svo á borða. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, flutti stutt ávarp og tilkynnti um heiti brúarinnar, Vesturbrú, en næstum sextíu tillögur höfðu borist í nafnasamkeppni. 

Mynd með færslu
 Mynd: Akureyrarbær
Mynd með færslu
 Mynd: Akureyrarbær
Mynd með færslu
 Mynd: Akureyrarbær
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV