Umsækjendurnir þrisvar sinnum fleiri en íbúðirnar

01.07.2020 - 18:38
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Þrisvar sinnum fleiri vildu en fengu þegar vistfélagið Þorpið úthlutaði fyrstu íbúðum til ungs fólks og fyrstu kaupenda í Gufunesi í dag.

Alls sóttu 132 einstaklingar um fá íbúð í þessum fyrsta áfanga og stóðust 82  greiðslumat. Íbúðirnar voru 43 og dró fulltrúi sýslumanns á milli þeirra í ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Mest var ásóknin í tveggja herberga íbúðir og sóttu 25 manns um 10 íbúðir og í stúdíóíbúðir þar sem 14 manns sóttu um 4 íbúðir.

Uppbygging Þorpsins í Gufunesi er hluti af verkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 

Byggingakostnaður íbúðanna lækkaði nokkuð vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar um endurgreiðslu virðisaukaskatts, sem hefur í för með sér að verð íbúðanna lækkar um að meðaltali 700 þúsund krónur frá áður auglýstu verði. 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi