Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Tveir starfsmenn fjármálaráðuneytis eru komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Aldís Stefánsdóttir, mannauðsstjóri fjármálaráðuneytisins í samtali við fréttastofu. 

Starfsmennirnir höfðu setið fund með öðrum starfsmanna atvinnuvegaráðuneytisins sem greinst hafa með kórónuveiruna undanfarna daga.

Aldís segir málið hafa komið upp í gær og að um varúðarráðstöfun sé að ræða. Fundurinn var ekki haldinn í húsakynnum fjármálaráðuneytisins og starfsmennirnir vinna ekki á ráðherragangi.

Ekki hefur því reynst þörf á að grípa til aðgerða á borð við sótthreinsun í ráðuneytinu.

Hún segir starfsmennina báða vera einkennalausa og hefur annar þeirra þegar farið í skimun sem reyndist neikvæð.