Tímabilið í Formúlunni hefst á föstudaginn

epa08386152 (FILE) - (L-R) Monaco's Formula One driver Charles Leclerc of Scuderia Ferrari, British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes AMG GP and Dutch Formula One driver Max Verstappen of Aston Martin Red Bull Racing in action during the qualifying session of the Austrian Formula One GP at the Red Bull Ring circuit in Spielberg, Austria, 29 June 2019  (re-issued 27 April 2020). Formula 1 Group CEO Chase Carey posted a statement on the Formula 1 website on 27 April 2020 saying that the series is targeting to start the season by the beginning of July with the Austrian Grand Prix in Spielberg on 3-5 July being the first race.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA / POOL
 Mynd: EPA

Tímabilið í Formúlunni hefst á föstudaginn

01.07.2020 - 14:24
Tímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum hefst loksins á föstudag en alls hefur sextán keppnum verið frestað eða aflýst á þessu keppnistímabili vegna COVID-19.

Átta keppnir eru á dagskrá en þeim á líklega eftir að fjölga þegar líður á árið. Á föstudag hefjast æfingar fyrir Austurríkiskappaksturinn sem marka formlega upphaf tímabilsins. 

Tvær keppnir í röð á Spielberg-brautinni

Í fyrsta skipti í sögu Formúlu 1 verða tvær keppnir í röð á sömu brautinni. Þetta kemur til vegna COVID-19 en Styria-kappakstrinum var bætt við Austurríkiskappaksturinn sem er árlega á Formúlu-dagatalinu.

Styria er fylki í Austurríki en þar Spielberg-brautin einmitt staðsett og raunar höfuðstöðvar Red Bull líka en orkudrykkjaframleiðandinn er áberandi í Formúlu 1 og á tvö keppnislið. 

Þessar átta keppnir eru staðfestar eins og staðan er núna:

Dagsetning Keppni Braut
5. júlí Austurríkiskappaksturinn Spielberg
12. júlí Styriakappaksturinn Spielberg
19. júlí Ungverjalandskappaksturinn Hungaroring
2. ágúst Bretlandskappaksturinn Silverstone
9. ágúst 70 ára afmælis keppni Silverstone
16. ágúst Spánarkappaksturinn Circuit de Barcelona-Catalunya
30. ágúst Belgíukappaksturinn Spa
6. september Ítalíukappaksturinn Monza