Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skjálfti af stærðinni 2,9 mældist í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mældist 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan rúmlega tvö í nótt. Samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum Veðurstofunnar mældist annar af stærðinni 2 klukkan þrjú í nótt um 30 kílómetra vestur af Grímsey.

Frá því að hrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett um níu þúsund skjálfta.

Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni, sá stærsti á sunnudagskvöldið 21. júní, kl. 19:07 af stærðinni 5,8 rúma 30 km NNA af Siglufirði. Aðrir skjálftar yfir 5 að stærð voru 5,6 og 5,4 að stærð og voru rúma 20 km NA af Siglufirði.

Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á fleiri stærri skjálftum.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV