Mjaldrar með magakveisu

01.07.2020 - 18:22
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít kljást við væga magakveisu. Fyrirhugað var að flytja mjaldrana í vikunni úr innanhússlaug þar sem þeir hafa haft aðstöðu síðustu mánuði, og á framtíðarheimilið í Klettsvík. Vegna kveisunnar hefur flutningum verið frestað um nokkrar vikur. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Sealife Trust í Vestmannaeyjum.

Mjaldrarnir nærast vel og í tilkynningunni kemur fram að þeir þurfi að klára lyfjaskammt vegna bakteríunnar áður en þeir verða fluttir í Klettsvík. Tafirnar séu vissulega svekkjandi en heilsa mjaldranna sé í fyrirrúmi. Þjálfarar mjaldranna hafi unnið að því hörðum höndum undanfarna mánuði að undirbúa þá fyrir breytt skilyrði og lægra hitastig. Þá kemur fram að frekari upplýsinga um flutningana sé að vænta á næstu vikum. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi